(23.10.2009 sthi)
Lokaskýrsla: Nú er hafin síðasti umgangur í verklegu og senn líður að lokum kennslunnar. Lokaskýrslu skal skila í síðasta lagi þann 23.11.2009 (mánudagur). Henni skal skila ásamt öllum vinnubókum (til samræmingar einkunna á milli hópa) á sama stað og venjulega, í hólf fyrir utan stofu 110 í VR-1. Leiðbeiningar um gerð lokaskýrslunnar er að finna hér.
(29.9.2009 sthi)
Til áréttingar: (Þetta snertir aðeins lítinn hóp nemenda, en að gefnu tilefni...) Nemendur verða að ljúka öllum verklegu æfingunum með vinnubók og skila skýrslu byggðri á einni æfingunni til þess að öðlast próftökurétt, eins og fram hefur komið í námskeiðinu. Hafi nemandi lokið verklegu með fullnægjandi hætti t.d. árið áður má flytja verklegu einkunnina á milli ára, annars verður viðkomandi að endurtaka æfingarnar í ár.
Ennfremur vil ég hvetja alla til að gera allt sem þeir geta til að mæta á tilsettum tíma í verklegt, því vegna fjölda í námskeiðinu eru nánast allir hópar troðfullir og því erfitt um vik að vinna upp tapaðar tilraunir. Fyrir þá sem missa af tilraun vegna veikinda mun ég vera með tíma eftir að reglubundnum verklegum æfingum lýkur. Það er annasamur tími hjá stúdentum og því er til mikils að vinna að komast hjá því að eiga eftir tilraun þá.
Hópaskipting í verklegri Eðlisfræði 1:
Verklegt er komið vel af stað, hópaskipting sést hér að neðan. Laugardagshóparnir eru v6 A/C og B/D fyrir hádegi, og hópar v7 A/C og B eftir hádegi.
Hópur 1 (man. 13.20-17.20)
Hópur 2 (mið. 13.20-17.20)
Hópur 3 (fim. 15.00-19.00)
Hópur 4 (fos. 08.20-12.20)
Hópur 5 (fos. 13.20-17.20)
Hópur 6 (lau. 08.20-12.20)
Hópur 7 (lau. 13.20-17.20)
Týndir!
Fyrirlestranótur
Skipulag verklega hluta Eðlisfræði 1
Vinnuseðlar
Tilraun 1
Tilraun 2
Tilraun 3/4 fyrir þá sem hafa verið í stofu 110/112
Tilraun 4/3 fyrir þá sem hafa verið í stofu 110/112
Leiðbeiningar um gerð lokaskýrslu í Eðlisfræði 1
Lokaskýrsluna skal setja upp á svipaðan hátt og um sé að ræða grein í vísidatímariti. Þetta má gera í hvers kyns ritvinnsluforritum og forritum til gagnavinnslu og teikningar á gröfum. Fyrir þá sem hafa kynnt sér LaTeX, sem er kerfi sem er mikið notað við skrif í raunvísindum, verkfræði og stærðfræði, er vert að benda á ýmsar leiðbeiningar sem Líney Halla Kristinsdóttir fyrrum kennari í verklegu hefur tekið saman á vefinn sinn. Ég vil taka fram að ég er alls ekki að beina ykkur að LaTeX sérstaklega (með það í huga að það er stutt í próf!) heldur vil ég ráðleggja ykkur að gera skýrslurnar með þeim tækjum og tólum sem ykkur gengur best að nota og þið þekkið til.